Problem B
Blandað Best
Languages
en
is
Níels er mættur á sinn uppáhalds kebabstað, KFFÍ (Kebab Fyrir Forritara á Íslandi) og nú þarf hann að ákveða sig hvaða kjöt hann vill á kebabinn sinn. KFFÍ býður upp á heilan helling af valmöguleikum, heilar tvær tegundir, nautakjöt eða kjúkling og ef þú ert eins og Níels þá er alltaf best að fá sér það blandað. Nú fer Níels að afgreiðsluborðinu og biður um tilboð 5, eins og alltaf, og spyr hann einnig hvernig kjöt er í boði í dag. Ef nautakjöt og kjúklingur eru bæði til þá auðvitað fær hann sér blandað best. Annars sættir hann sig við kjötið sem er í boði, tilboð 5 er hvort sem er svo gott.
Þú vilt núna vita hvaða kjöt Níels fékk sér í tilboðinu og spyrð þú því afgreiðslumanninn hvaða kjöttegundir eru í boði í dag.
Inntak
Fyrsta línan inniheldur eina heiltölu $n$, fjöldi kjöttegunda sem KFFÍ býður upp á í dag. Næst fylgja $n$ línur, allar ólíkar, hver með einni kjöttegund. Kjöttegundin er annaðhvort "nautakjot" eða "kjuklingur".
Úttak
Skrifaðu út hvaða kjöt Níels fékk sér á tilboðið. Ef Níels fékk sér bara nautakjöt skalt þú skrifa "nautakjot", ef hann fékk sér bara kjúkling skalt þú skrifa "kjuklingur" og ef Níels fékk sér bæði skalt þú skrifa "blandad best".
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
100 |
$1 \leq n \leq 2$ |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
1 kjuklingur |
kjuklingur |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
1 nautakjot |
nautakjot |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
2 nautakjot kjuklingur |
blandad best |
Sample Input 4 | Sample Output 4 |
---|---|
2 kjuklingur nautakjot |
blandad best |