Hide

Problem W
Trapizza

Languages en is
/problems/trapizza/file/statement/is/img-0001.png
Mynd teiknuð af Evu.
Tryggvi, eigandi Mahjong Pizza, og Ómar, eigandi Trapizzu, eru erkióvinir. Þeir rekast alltaf á hvorn annan niðri í bæ og enda samtöl þeirra alltaf í endalausum rifrildum, oftar en ekki tengt pizzunum þeirra. Tryggvi segir að trapisulaga pizzur séu siðblinda og að samfélagið ætti ekki að leyfa að selja þær á landinu. Ómar segir að hringlaga pizzur eru í fortíðinni og að framtíðin er að hafa frumlegri lögun á hlutum.

Síðasta rifrildi þeirra endaði með því að bera saman hvor pizzan væri stærri þar sem verðið á pizzunum er eins. Þeir kunna ekkert að reikna hvor er með stærri pizzuna, enda eru þeir engir stærðfræðingar, og biðja því um hjálp frá þér. Tryggvi segir þér þvermálið á pizzunum sem hann selur og Ómar segir þér hliðarlengdir og hæð pizzunnar sem hann selur. Getur þú hjálpað þeim að leysa málin og stöðva þessi endalausu rifrildi?

Inntak

Inntak er fjórar línur. Fyrsta línan inniheldur eina heiltölu $0 \leq d \leq 100$, þvermál Mahjong pizzunnar. Seinni línan inniheldur eina heiltölu $0 \leq a \leq 100$, hliðarlengd annarar samsíðu hliðar Trapizzu pizzunnar. Þriðja línan inniheldur eina heiltölu $0 \leq b \leq 100$, hliðarlengd hinnar samsíðu hliðar Trapizzu pizzunnar. Fjórða línan inniheldur eina heiltölu $0 \leq h \leq 100$, hæð Trapizzu pizzunnar.

Úttak

Ef Trapizza hefur stærri pizzuna þá skal skrifa út Trapizza!. Ef Mahjong hefur stærri pizzuna þá skal skrifa út Mahjong!. Ef pizzurnar eru jafn stórir þá skal skrifa út Jafn storar!.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

100

Engar frekari takmarkanir.

Sample Input 1 Sample Output 1
11
4
8
1
Mahjong!
Sample Input 2 Sample Output 2
10
15
5
8
Trapizza!
Sample Input 3 Sample Output 3
2
6
0
3
Trapizza!