Hide

Problem L
Tarot Póker

Languages en is
/problems/tarotpoker/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af commons.wikimedia.org

Konráði var boðið að spila póker með KFFÍ (KeppnisForritunar Félagi Íslands), en Atli var löngu búinn að sníkjast til að búa til algrím sem spilar póker fullkomlega. Til að reyna koma í veg fyrir svindl þá dró Konráð fram sataníska tarot spilastokk sinn og samdi nýja útgáfu af póker á staðnum, til þess að Atli gæti ekki svindlað með gamla forritinu sínu. Þá vaknar spurningin, er virkilega siðferðislega rétt að hjálpa Atla að svindla áfram? Því miður þýðir lítið að velta sér upp úr því, Atli var svo slunginn að bara það inn í keppnisforritunarverkefni, svo það er ekki annað í boði en að svindla fyrir hans hönd ef menn vilja fá stig í keppninni.

Nýju reglurnar eru sem fylgir. Tarot stokkurinn inniheldur 22 háspil, þau eru númeruð frá núll upp í tuttugu-og-einn og táknuð með rómverskum stöfum (nema $0$ sem er O). Utan við þetta eru 14 spil til viðbótar í fjórum ólíkum sortum, sem gera 56 spil samtals og kallast lágspil. Sortirnar eru stafir, bikarar, sverð og mynt. Munum tákna þessar sortir með stöfunum S, B, V og M. Spilin 14 í hverri sort eru númeruð frá $1$ til $10$ og svo taka við Gosi, Riddari, Drottning og Kóngur. Við munum merkja síðustu fjögur með stöfunum G, R, D og K. Sortin verður tekin fram fyrst, svo dæmi um nokkur spil eru V10, M1, BD og SR. Loks bara til að gera lífið erfiðara bætið Konráð jókerum í stokkinn. Jókerar verða táknaðir með J. Jókerar eru algildisspil, sem merkir að láta má jókerspilið vera hvað sem er þegar maður setur fram hendi sína, jafnvel þó það sé jafnt öðru spili í borði. Sérhverjum jóker verður að úthluta einu spili öðrum en jóker þegar hendi er spilað.

Þegar verið er að bera saman stök spil þá telst XXI hæst, svo fer það niður í O í þeirri röð. Öll háspilin eru sem sagt hærri en öll lágspilin. Meðal lágspilanna telst K hæst, svo D, svo R, svo G og loks tölurnar frá $10$ til $1$ í þeirri röð. Í sortum teljast myntir hæst, svo sverð, svo bikarar og svo stafir. Lítum svo á að spilin $1$ til $10$ og svo G, R, D, K séu í röð. Eins eru O upp í XXI í röð, en ekki má mynda röð með t.d. MD, MK, O, I, II. Raðir mega heldur ekki innihalda endurtekin gildi.

Háspilin eru ekki með neina sort, en eru samt með gildi. Því til dæmis ef spilari er með eitt háspil á hendi telst það sjálfkrafa sem hæsta spil í hendi. Háspil og jóker geta einnig myndað par sem er hærra en öll pör af lágspilum. Hins vegar er aldrei hægt að mynda lit með háspil því háspil teljast ekki vera af neinni sort. En háspil geta myndað pör, fullt hús og allt sem hefur aðeins með gildi að gera. Enn fremur ef há- og lágspil eru með sömu tölu á, t.d. M4 og IV kallast gildin hliðstæð. Athugum að gosar, riddarar, drottningar og kóngar eru ekki hliðstæð neinum háspilum því þau hafa enga tölu á. Hins vegar er gildið $15$ hliðstætt XV.

Eftirfarandi samsetningar af spilum teljast góðar, með bestu samsetninguna efst og verstu neðst. Jafntefli eru leyst með því að bera saman hæsta spil handanna, af þeim sem mynda samsetninguna. Ef þau eru jöfn eru næst hæstu spil hvorrar hendi borin saman af þeim sem mynda samsetninguna, og svo framvegis. Ef þau eru öll eins þá eru hæstu spil handarinnar utan samsetningarinnar borin saman. Eins ef þau eru eins er næst hæsta spil utan samsetningarinnar skoðað, og þar fram eftir götunum.

Sæti

Heiti

Myndun

1

Fimm eins

Fimm spil af sama gildi.

2

Engin lágspil

Fimm háspil.

3

Litaröð

Fimm spil í röð af sömu sort.

4

Fjölbreytni

Fjögur lágspil af ólíkum sortum og eitt háspil.

5

Stórt summuhús

Fjögur lágspil og háspil hliðstætt summu þeirra.

6

Hliðstætt hús

Fjögur lágspil af sama gildi og hliðstætt háspil.

7

Summuhús

Þrjú lágspil og háspil hliðstætt summu þeirra.

8

Töluleysa

Fimm spil án tölu á, þ.e. G, R, D, K.

9

Ferna

Fjögur spil af sama gildi.

10

Fullt hús

Þrjú spil af sama gildi, og tvö önnur spil af sama gildi.

11

Litur

Öll fimm spil af sömu sort.

12

Röð

Fimm spil í röð.

13

Tvær hátvennur

Tvö pör af hliðstæðu há- og lágspili.

14

Tvenna og hátvenna

Par með sama gildi og par af hliðstæðu há- og lágspili.

15

Hátvenna

Par af hliðstæðu há- og lágspili.

16

Þrenna

Þrjú spil af sama gildi.

17

Tvær tvennur

Tvö pör af spilum með sama gildi.

18

Tvenna

Par af spilum með sama gildi.

19

Engin háspil

Fimm lágspil.

20

Hátt spil

Hæsta spil á hendi myndar mynstrið.

Inntak

Inntakið mun innihalda tvær línur. Hver lína inniheldur fimm spil, aðskilin með bilum. Fyrri línan gefur spilin hans Konráðs og seinni línan gefur spilin hans Atla. Athugið að sama spil getur komið oftar en einu sinni fyrir í inntaki.

Úttak

Prentaðu fyrst tvær tölur, sæti sem hendi Konráðs fær í töflunni að ofan í besta falli og sæti sem hendi Atla fær í töflunni að ofan í besta falli. Skrifaðu svo út hvor vinnur á næstu línu, þ.e. prentaðu Konrad ef Konráð vinnur, Atli ef Atli vinnur og Jafntefli annars.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

40

Engir jókerar, engin háspil.

2

40

Engir jókerar.

3

20

Engar frekari takmarkanir.

Sample Input 1 Sample Output 1
SR V10 B10 BR MR
B1 BR BK B2 B7
10 11
Konrad
Sample Input 2 Sample Output 2
B1 M1 M7 V9 S1
VI M6 M6 VII M7
16 13
Atli
Sample Input 3 Sample Output 3
SD SK J J J
SR SG J J J
3 3
Jafntefli