Problem S
Höfundaleit
Languages
en
is
Hallgerður Stuttbrók er stödd á bókasafninu á Reyðarfirði. Hún er að leita sér að einhverju skemmtilegu til að lesa, en á erfitt með að finna bókina. Þetta er vegna þess að hún man ekki hver höfundur bókarinnar er, en á bókasafninu er bókum raðað eftir höfundi. Getur þú hjálpað henni að finna númer bókanna sem hún vill lesa í röðinni?
Inntak
Fyrsta línan inniheldur tvær heiltölur $n$, fjöldi bóka á bókasafninu, og $q$, fjöldi bóka sem Hallgerði langar að lesa. Næstu $n$ línur munu hver innihalda lýsingu á einni bók, fyrst titil bókarinnar og svo höfund, aðskilin með kommu. Loks koma $q$ línur sem hver innihalda einn bókatitil, hver þeirra lýsir bók sem Hallgerður vill lesa. Titlar og höfundanöfn munu bara innihalda enska há- og lágstafi ásamt undirstrikum. Engar tvær ólíkar bækur hafa sama titil. Sérhver titill og sérhvert höfundarnafn verður mest $25$ stafir að lengd. Samtals lengd allra strengja í inntaki verður mest $10^6$ stafir samtals.
Úttak
Fyrir hverja bók sem Hallgerður vill lesa, prentið númer hvað hún er í röðinni ef öllum bókum er raðað eftir höfundanafni. Hér lítum við svo á að fyrsta bókin sé númer $1$, næsta númer $2$ og svo framvegis. Ef bók er ekki til skal prenta $-1$ í staðinn. Ef höfundur er með fleiri en eina bók er bókunum innbyrðis raðað eftir titli. Röðin er venjulega stafrófsröð strengja út frá ASCII-gildi. Athugið að þetta er sama röð og innbyggða röðunarfall flestra forritunarmála skilar. Til dæmis sorted í Python eða std::sort í C++.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
10 |
$0 \leq n, q \leq 100$, engin af bókunum sem beðið er um eru til á safninu. |
2 |
10 |
$0 \leq n, q \leq 100$, enginn höfundur er með fleiri en eina bók, bókasafnsbókum er raðað eftir höfundi, allar bækur til á safninu. |
3 |
20 |
$0 \leq n, q \leq 100$, enginn höfundur er með fleiri en eina bók, allar bækur til á safninu. |
4 |
20 |
$0 \leq n, q \leq 100$, enginn höfundur er með fleiri en eina bók. |
5 |
20 |
$0 \leq n, q \leq 100$. |
6 |
20 |
$0 \leq n, q \leq 100\, 000$. |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
3 1 Krimmi_Hundrad, Arnaldur_Indridason Lenging_broka, Hallgerdur Dune, Herbert_S_Wilf Lenging_broka |
2 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
5 3 Undirstodur, Isaac_Aasimov Sjalfstaett_folk, Halldor_Laxness Britt_Marie_heilsar, Fredrik_Backman Eg_velmenni, Isaac_Aasimov Madur_sem_heitir_Ove, Fredrik_Backman Undirstodur Madur_sem_heitir_Ove Inngangur_ad_forritun |
5 2 -1 |