Hide

Problem U
Ríkjafræði 2

Languages en is
/problems/rikjafraedi2/file/statement/is/img-0001.png
Mynd fengin af commons.wikimedia.org

Jörmunrekur hélt hann væri kominn með ágætan skilning á ríkjafræði, en allt í einu flæktust hlutirnir þegar hann kynti sér efnið frekar! Ríkjafræði notast mikið við örvarit til að setja hluti fram myndrænt. Myndirnar tákna ríki sem samanstanda af hlutum og örvum þess á milli. Það sem er flóknara nú en síðast er að í þessum örvaritum er ekki endilega til ör frá $y$ til $x$ þó það sé ör frá $x$ til $y$, svo ef hægt er að fara í báðar áttir er það tekið sérstaklega fram með því að gefa ör í báðar áttir í inntakinu. Jörmunrekur heldur samt ótrauður áfram, kannski getur hann lært betur á þetta allt með því að teikna sitt eigið örvarit. Örvarit Jörmunreks er einungis með punkta til að tákna hlutina í upphafi, en engar örvar.

Inntak

Inntak byrjar á einni línu með tveimur jákvæðum heiltölum $n$ og $q$, þar sem $n$ er fjöldi hluta og $q$ er fjöldi fyrirspurna í inntaki. Hlutirnir eru númeraðir frá $1$ og upp í $n$ og ávallt gildir að $n \leq 10^3$. Næst koma $q$ línur, hver þeirra með þremur heiltölum $o, x, y$ aðskilin með bilum. $o$ er ávallt annað hvort $0$ eða $1$ og $1 \leq x, y \leq n$. Ef $o = 0$ merkir þessi lína að Jörmunrekur teikni ör frá hlut $x$ til hlutar $y$. Ef $o = 1$ er Jörmunrekur að velta fyrir sér hvort sé til runa örva sem byrja í $x$ og leiða til $y$.

Úttak

Prenta skal eina línu fyrir hverja fyrirspurn sem byrjar á $1$. Ef til er runa örva frá $x$ til $y$ skal prenta Jebb en annars Neibb.

Athugasemd

Inntök og úttök eru stór. Passa þarf að vinna með þau með sæmilega hröðum hætti.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

40

$1 \leq q \leq 1\, 000$.

2

30

$1 \leq q \leq 500\, 000$, örvarnar mynda aldrei rás.

3

30

$1 \leq q \leq 500\, 000$.

Sample Input 1 Sample Output 1
5 6
0 1 2
0 2 3
0 3 4
1 1 4
1 4 1
1 1 5
Jebb
Neibb
Neibb
Sample Input 2 Sample Output 2
5 9
0 1 2
0 2 3
0 3 4
1 3 2
0 4 1
1 3 2
0 2 5
1 3 5
1 5 3
Neibb
Jebb
Jebb
Neibb